framhaldsáfangi
Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Forkröfur: FRAN1GR05
Í þessum áfanga eru viðfangsefni grunnáfangans rifjuð upp og sett í nýtt samhengi. Bætt er við orðaforða- og málfræðiþekkingu og áfram unnið með tal, hlustun, ritun og lestur. Nemendur verði m.a. færir um að tala um veður, áform, lönd og borgir, húsnæði, daglegar venjur og tímasetningar. Einnig læra nemendur að tjá sig í þátíð og að bjarga sér á veitingastöðum og í verslunum. Nemendur öðlast aukna innsýn í menningu og siði frönskumælandi svæða og aukið vald á framburði.
Þekkingarviðmið
- almennum orðaforða í samræmi við hæfni- og leikniviðmið áfangans
- helstu reglum um framburð og hljómfall
- fleiri grunnatriðum málkerfisins
- menningu og þjóðfélagi frönskumælandi svæða í auknum mæli
Leikniviðmið
- skilja talað mál um kunnugleg efni þegar talað er hægt og skýrt
- fylgja einföldum fyrirmælum í kennslustundum
- skilja einfalda texta af ýmsum toga sem fjalla um viðfangsefni áfangans og festa í sessi og auka orðaforða
- taka þátt í einföldum samræðum um efni sem hann þekkir og tengist honum sjálfum og geta beitt kurteisis- og málvenjum við hæfi
- skrifa einfalda texta í takt við viðfangsefni áfangans
- beita helstu reglum um málnotkun á sem réttastan hátt í ræðu og riti
- beita viðeigandi námstækni í tungumálanáminu og nýta sér hjálpargögn
Hæfnisviðmið
- greina fremur einfaldar upplýsingar í mæltu máli
- eiga einföld samskipti á frönsku við ákveðnar aðstæður
- tala um sjálfan sig og aðra og ýmsar aðstæður daglegs lífs í ræðu og riti á einfaldan hátt
- skilja einfalda texta af ýmsum toga og vinna úr þeim á mismunandi hátt eftir efni og eðli textans og tilganginum með lestrinum
- nota sjálfstæð og viðeigandi vinnubrögð í tungumálanámi
Nánari upplýsingar á námskrá.is