SPÆN2SF05 - Spánarferð

Spánarferð

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: SPÆN1FF05
Spánn og spænsk menning eru aðalviðfangsefni áfangans. Nemendur fræðast um sögu og menningu Spánar með áherslu á tiltekna stórborg og helstu kennileiti sem og daglegt líf í viðkomandi borg. Dagleg samskipti á spænsku eru æfð, nemendur afla sér þekkingar og hagnýtra upplýsinga og vinna menningartengd verkefni við undirbúning nokkurra daga ferðar til spænskrar borgar. Á meðan á ferð stendur afla nemendur sér upplýsinga um leið og þeir skoða borgina og kynnast mannlífi hennar. Eftir heimkomu er unnið úr þessum upplýsingum með skriflegum og munnlegum verkefnum.

Þekkingarviðmið

  • lykilatburðum í sögu og menningu Spánar
  • staðháttum, skipulagi og helstu kennileitum þeirrar borgar sem verður heimsótt
  • mannlífi borgarinnar, samgöngum og atvinnulífi
  • grunnorðaforða sem nýtist í algengum aðstæðum daglegs lífs í spænskri stórborg
  • sérhæfðari orðaforða í samræmi við hæfni- og leiknimarkmið áfangans
  • almennum kurteisis- og samskiptavenjum á Spáni

Leikniviðmið

  • afla sér hagnýtra upplýsinga af ýmsum toga og vinna úr þeim á sjálfstæðan hátt
  • skilja talað mál kennara og annarra nemenda í hópnum
  • skilja einfalda texta um sögu og menningu Spánar og geta greint aðalatriði þeirra
  • skilja talað mál í algengum aðstæðum daglegs lífs
  • beita kurteisisvenjum og málvenjum sem eiga við í mismunandi samskiptaaðstæðum
  • lýsa völdum minnismerkjum og stöðum í borginni sem verður heimsótt
  • segja frá sjálfum sér og athöfnum sínum í nútíð og þátíð
  • rita frásagnir í þátíð

Hæfnisviðmið

  • miðla upplýsingum til annarra nemenda í hópnum munnlega og skriflega
  • leita upplýsinga og að þjónustu með samskiptum við íbúa
  • taka þátt í samræðum við íbúa um daginn og veginn
  • afla sér upplýsinga á vettvangi um sérhæfð málefni, t.d. með viðtölum við íbúa
  • vera fær um að lesa, túlka og færa sér í nyt ýmsar nauðsynlegar upplýsingar í spænskri stórborg
  • ræða við íbúa um eigin hagi, tilgang ferðar, land sitt og þjóð
  • gera grein fyrir reynslu af ferðinni á ýmsan hátt s.s. skriflega og munnlega
Nánari upplýsingar á námskrá.is