lestur og hlustun
Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: SPÆN1FF05
Í þessum áfanga er að mestu lokið við innlögn grunnþátta málkerfisins, auk þess sem nemendur þjálfast í færniþáttunum fjórum, lestri, ritun, hlustun og tali. Nemendur lesa flóknari texta en áður svo sem skáldsögu, ljóð og dægurlagatexta og spreyta sig í auknum mæli á vinnu með rauntexta. Nemendur fræðast um sögu og menningu nokkurra spænskumælandi landa.
Þekkingarviðmið
- fjölþættum orðaforða í samræmi við hæfni- og leikniviðmið áfangans
- grunnatriðum málkerfisins
- mannlífi, menningu og siðum spænskumælandi landa
Leikniviðmið
- skilja frásagnir og umræður um kunnugleg efni þegar talað er hægt og skýrt
- fylgja fyrirmælum á spænsku í kennslustundum
- lesa og skilja margskonar gerðir texta og vinna úr þeim á mismunandi hátt
- beita helstu reglum um málnotkun á sem réttastan hátt í ræðu og riti
- beita viðeigandi námstækni í tungumálanáminu og nýta sér hjálpargögn
- nota sjálfstæð og viðeigandi vinnubrögð í tungumálanámi
- taka þátt í samræðum um afmörkuð undirbúin efni og um efni sem hann þekkir
- miðla upplýsingum um málefni sem hann hefur kynnt sér
- skrifa fremur stutta samfellda texta svo sem samantektir, endursagnir og frásagnir af eigin reynslu
Hæfnisviðmið
- meðtaka daglegt mál, s.s. samræður og fjölmiðlaefni ef hann þekkir til efnisins og talað er skýrt
- tjá skoðun sína á lesnum texta
- ræða við aðra af nokkru öryggi um efni sem hann þekkir vel
- miðla upplýsingum um undirbúið efni í ræðu og riti
- leysa úr viðfangsefnum einn eða í samstarfi við aðra og beita til þess viðeigandi mál-og samskiptavenjum
- hagnýta á mismunandi hátt efni ritaðra texta af ýmsum toga
Nánari upplýsingar á námskrá.is