DANS3SO05 - Sérhæfður orðaforði

sérhæfður orðaforði

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: DANS2SO03
Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur öðlist þekkingu og skilning á sögu og menningu Danmerkur. Einnig er lögð áhersla á að nemendur tileinki sér sérhæfðari orðaforða en áður og geti nýtt sér hann í öllum færniþáttum. Þeir eiga að geta tjáð sig lipurt bæði munnlega og skriflega. Lögð er áhersla á að nemendur geti beitt meginreglum danskrar málfræði, hljóðfræði og setningarfræði bæði munnlega og skriflega. Lögð er áhersla á að nemendur séu meðvitaðir um notkun mismunandi stílbragða við ritun texta. Þeir séu færir um að lesa flóknari texta en áður og geti áttað sig á dýpri merkingu þeirra. Í áfanganum er kynning á sænsku og norsku bæði munnlega og skriflega og kynning á málsögu norðurlandamála. Mikil áhersla er lögð á að nemendur beri ábyrgð á eigin námsfrávindu og sýni sjálfstæð vinnubrögð.

Þekkingarviðmið

  • menningu, hefðum, viðhorfum og gildum í dönsku samfélagi
  • orðaforða sem hæfir markmiðum áfangans og gagnast til undirbúnings á háskólastigi
  • uppbyggingu ritaðs texta, meðferð heimilda og helstu hefðum um uppsetningu skipulags ritaðs máls

Leikniviðmið

  • nota tungumálið í samræðum og til frásagnar og beita málfari við hæfi
  • beita ritmáli í mismunandi tilgangi, bæði formlegum og óformlegum
  • vinna með bókmenntatexta á fjölbreyttan hátt
  • nota meginreglur í málfræði, hljóðfræði og setningarfræði
  • skilja almennt talað mál og þekkja algengustu orðasambönd sem einkenna talað mál
  • lesa sér til ánægju eða finna upplýsingar í texta sem gera miklar kröfur til lesandans, ýmist hvað varðar orðaforða, túlkun eða stílbrögð

Hæfnisviðmið

  • skilja almennt talað mál, fjölmiðlaefni, fræðigreinar og annað flóknara efni hvort sem hann þekkir umræðuefnið eða ekki
  • taka þátt í skoðanaskiptum og færa rök fyrir máli sínu, geta brugðist við óvæntum spurningum og geta tjáð sig á skýran og áheyrilegan hátt
  • tileinka sér efni ritaðs texta af ýmsu tagi, áttað sig á dýpri merkingu textans og lagt gagnrýnið mat á hann
  • beita rithefðum sem við eiga í textasmíð
  • skrifa skýran og vel uppbyggðan texta sem tekur mið af lesandanum
Nánari upplýsingar á námskrá.is