Framhald
Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Forkröfur: Fyrir nemendur sem fengu C á grunnskólaprófi eða hafa lokið DANS1GR05.
Í áfanganum er lögð áhersla á að orðaforði og lesskilningur nemenda verði aukinn og hlustun og tal þjálfað. Þeir eiga að vera færir um að skilja tiltölulega einfalda, almenna texta. Nemendur eru þjálfaðir í framburði og farið er í gegnum undirstöðuatriði málfræðinnar. Dönsk menning er kynnt og áhugi á henni vakinn.
Þekkingarviðmið
- danska menningarsvæðinu
- orðaforða sem nauðsynlegur er til að mæta hæfniviðmiðum áfangans
- grundvallarþáttum málkerfisins
Leikniviðmið
- skilja talað mál um kunnugleg einföld efni þegar talað er skýrt og áheyrilega
- lesa ýmiss konar kunnuglegan og einfaldan texta
- geta tjáð sig um einfalt efni sem hann þekkir
- segja frá með því að beita orðaforða, málvenjum, framburði, áherslum og hljómfalli á sem réttastan hátt
- skrifa einfaldan texta um efni sem hann þekkir eða hefur áhuga á
- nýta sér upplýsingatækni og hjálpargögn í tungumálanámi
Hæfnisviðmið
- fylgjast með einföldum frásögnum um almenn efni
- lesa danskan texta af hæfilegu þyngdarstigi
- leysa úr viðfangsefnum af þyngd sem hæfir áfanganum
- þróa með sér aga, metnað, ábyrgð og jákvæðni í vinnubrögðum
- meta eigið vinnuframlag
Nánari upplýsingar á námskrá.is