afleiður, ferlarannsóknir
Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: STÆR2FJ05
Í áfanganum er unnið með vísisföll og logra. Markgildishugtakið er kynnt og notað til að kanna
samfelldni falla. Afleiða falls er skilgreind og deildun notuð við könnun á ferlum falla.
Þekkingarviðmið
- eiginleikum vísis- og lografalla
- hugtökum og formúlum vaxtareiknings
- markgildishugtakinu
- samfelldnihugtakinu
- afleiðum falla og hvaða upplýsingar afleiða falls gefur um feril þess
Leikniviðmið
- leysa vísis- og lograjöfnur
- vinna með ýmsar jöfnur úr vaxtareikningi
- nota skilgreiningu á afleiðu til að finna afleiðu falls
- beita afleiðureglum til að deilda ýmsar gerðir falla
- nota afleiður til að kanna föll
- beita hjálpartækjum og forritum við lausn stærðfræðilegra viðfangsefna
Hæfnisviðmið
- leysa ýmis hagnýt verkefni sem tengjast viðskiptum
- setja fram stærðfræðileg líkön til að lýsa raunverulegum aðstæðum eða fyrirbærum
- nota afleiður sem hjálpartæki við að teikna og túlka gröf falla
- nota afleiður til að leysa ýmis hagnýt verkefni, s.s. að finna hámark og lágmark fyrir gefið fall
- geta skráð lausnir sínar skipulega og skilmerkilega, skipst á skoðunum við aðra um þær og útskýrt á viðeigandi hátt
- fylgja og skilja röksemdafærslur í mæltu máli og í texta
- rekja sannanir í námsefninu
- geta skráð lausnir sínar skipulega og skilmerkilega, skipst á skoðunum við aðra um þær og útskýrt á viðeigandi hátt
Nánari upplýsingar á námskrá.is