STÆR2TS05 - Töluleg stærðfræði

stærðfræði, töluleg

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: Fyrir þá sem fengu A eða B á grunnskólaprófi eða hafa lokið STÆR1HS05.
Áfanginn er fyrir alla nemendur sem eru ekki á viðskipta- og náttúrufræðibraut. Í áfanganum er unnið áfram með hugtök stærðfræðinnar og vinnubrögð þjálfuð. Unnið er með algebru, jöfnur af fyrsta og öðru stigi, veldareglur, hornaföll í rétthyrndum þríhyrningi og mengjafræði. Þjálfun í táknmáli stærðfræðinnar og áhersla lögð á framsetningu og rökstuðning.

Þekkingarviðmið

  • undirstöðuhugtökum hnitarúmfræði í sléttum fleti og þekki jöfnu beinnar línu
  • undirstöðuatriðum tölfræðinnar og líkindafræðinnar
  • margliðum og geti leyst annars stigs jöfnur
  • ýmsum rúmfræðireglum um þríhyrninga og hringi

Leikniviðmið

  • lesa úr og túlka tölfræðiupplýsingar sem settar eru fram með töflum og myndum
  • setja tölulegar upplýsingar fram myndrænt
  • leysa annars stigs jöfnur
  • nýta sér rúmfræðireglur
  • beita fjölbreyttum vinnubrögðum og nýta sér hjálpartæki og forrit

Hæfnisviðmið

  • túlka tölfræðiupplýsingar
  • að beita fjölbreyttum vinnubrögðum við lausn stærðfræðilegra verkefna og þrauta, geta rætt þau við aðra og unnið með þeim að lausn þeirra og geta gert munnlega grein fyrir niðurstöðum sínum og aðferðum
  • skrá lausnir sínar skipulega, skiptast á skoðunum við aðra um þær og útskýra á viðeigandi hátt
  • átta sig á og gera greinarmun á nauðsynlegum og nægjanlegum skilyrðum fyrir lausnum verkefna
  • beita gagnrýnni og skapandi hugsun við lausn verkefna og þrauta
  • geta fylgt og skilið röksemdafærslur í mæltu máli og í texta
Nánari upplýsingar á námskrá.is