STÆR1AJ05 - Algebra og jöfnur undirbúningur fyrir náttúrufræðibraut og viðskiptabraut

algebra, jöfnur

Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Forkröfur: Fyrir þá sem fengu C á grunnskólaprófi eða hafa klárað STÆR1UA05.
Áfanginn er fyrir nemendur á náttúrufræðibraut og viðskipta-og hagfræðibraut. Í áfanganum er lögð áhersla á vinnubrögð í stærðfræði. Farið verður í algebru- og talnareikning, hlutfalla-og prósentureikningur, rúmfræði í fleti og veldareglur.

Þekkingarviðmið

  • grunnþáttum stærðfræðinnar
  • almennum talnareikningi með heilum tölum, ræðum og óræðum
  • hlutfalla- og prósentureikningi
  • velda- og rótarreikningi
  • rúmfræði í fleti
  • margliðum og hornaföllum
  • tengslum jafna við föll

Leikniviðmið

  • nota táknmál stærðfræðinnar
  • vinna með tölur, jöfnur og algebru
  • vinna með prósentu-og hlutfallareikning
  • gera munnlega eða skriflega grein fyrir niðurstöðum sínum og aðferðum
  • nota reiknivél og önnur hjálpartæki við lausn stærðfræðilegra viðfangsefna

Hæfnisviðmið

  • skrá lausnir sínar skipulega, skiptast á skoðunum við aðra um þær og útskýra á viðeigandi hátt
  • beita skipulegum aðferðum við leit að lausnum á þrautum og geta útskýrt aðferðir sínar
  • skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og geta unnið með þau
  • átta sig á og gera greinarmun á nauðsynlegum og nægjanlegum skilyrðum fyrir lausnum verkefna
  • beita gagnrýnni og skapandi hugsun við lausn verkefna og þrauta
  • geta fylgt og skilið röksemdafærslur í mæltu máli og í texta
  • geta greint og hagnýtt upplýsingar á sviði stærðfræði sem birtast m.a. í fjölmiðlum
Nánari upplýsingar á námskrá.is