ÍSLE2ES05 - Bókmenntasaga frá eddukvæðum til siðaskipta 800-1550

Eddukvæði til siðaskipta

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: ÍSLE2MG05
Nemendur læra um kveðskaparöld og lesa forn kvæði og texta. Ein Íslendingasaga er lesin. Farið er í upphaf ritunar á Íslandi og bókmenntasagan rakin allt að siðaskiptum. Nemendur tjá sig í ritun og ræðu um efni áfangans.

Þekkingarviðmið

  • mismunandi tegundum bókmenntatexta
  • stefnum í íslenskum bókmenntum að fornu
  • orðaforða sem nægir til að lesa helstu verk íslenskrar bókmenntasögu
  • ritun og heimildavinnu

Leikniviðmið

  • skrifa og ganga frá margskonar texta
  • lesa fornt mál sér til gagns og gamans
  • skilja lykilhugtök og túlka texta á margvíslegan hátt
  • flytja af öryggi ræður, endursagnir, lýsingar og kynningar á tilteknum málum

Hæfnisviðmið

  • beita málinu á árangursríkan og viðeigandi hátt í ræðu og riti
  • draga saman aðalatriði, beita gagnrýninni hugsun við lestur, túlkun og úrvinnslu krefjandi texta
Nánari upplýsingar á námskrá.is