undirbúningsáfangi í íslensku
Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Forkröfur: Fyrir nemendur sem fá C á grunnskólaprófi eða hafa klárað ÍSLE1UA05.
Í áfanganum eru nemendur þjálfaðir í ólíkum gerðum ritsmíða og ýmsu sem tengist málnotkun og tjáningu. Nemendur rifja upp helstu hugtök bókmenntafræði og bragfræði sem og helstu stafsetningarreglur, málfræðihugtök og grunnatriði setningafræði. Í áfanganum lesa nemendur smásögur, skáldsögu, Íslendingaþætti og ljóð sem og annað efni sem stuðlar að aukinni lestrarfærni og getu til túlkunar. Nemendur styrkja eigin málfærni með því að flytja efni í ræðu og riti.
Þekkingarviðmið
- málfræðihugtökum og ritreglum sem nýtast í tal- og ritmáli
- mismunandi tegundum bókmennta og grunnhugtökum í bókmenntafræði
- helstu hugtökum er tengjast ritun
Leikniviðmið
- rita vel uppbyggðan texta
- nota viðeigandi hjálpargögn við frágang ritsmíða
- nýta málfræðihugtök og ritreglur til að efla eigin málfærni
- lesa sér til gagns og gamans nytjatexta og bókmenntaverk frá ýmsum tímum og fjalla um inntak þeirra á fræðilegan hátt
- flytja af nokkru öryggi ræður, endursagnir, lýsingar og kynningar á tilteknum málefnum
Hæfnisviðmið
- vinna í tengslum við námsefnið og sýna nokkur tilbrigði í málnotkun
- beita skýru og blæbrigðaríku máli í ræðu og riti
- taka þátt í málefnalegum umræðum, byggja upp skýra röksemdafærslu, tjá afstöðu og efasemdir um efnið og komast að niðurstöðu
- styrkja eigin málfærni með því að nýta sér málfræðiupplýsingar og ritreglur
Nánari upplýsingar á námskrá.is