inngangur að stjórnmálafræði
Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: FÉLV2AF05 eða ÍSLE2MG05
Í þessum áfanga eru kennd grunnatriði stjórnmálafræðinnar, lýðræðis og hugmyndafræði stjórnmála. Unnið er með íslenska stjórnkerfið og fjallað um alþjóðleg samsamskipti. Farið verður í uppbyggingu íslenska stjórnkerfisins og lykilhugtök sem tengjast því. Fjallað verður um samspil fjölmiðla, stjórnmála og efnahagslífs. Einnig verður fjallað um kosningakerfi og kosningahegðun. Gerður verður samanburður á stjórnkerfum nágrannaþjóða okkar, sérstaklega Norðurlanda, Bretlands og Bandaríkjanna. Gerð verður grein fyrir þróun og starfsemi helstu alþjóðastofnana og samskipta Íslands við þær.
Þekkingarviðmið
- uppbyggingu og þróun íslenska stjórnkerfisins
- ólíkum stjórnkerfum
- helstu alþjóðlegu stofnunum sem Ísland er aðili að, sem og öðrum
- stjórnkerfum Íslands, Norðurlanda, Bretlands og Bandaríkjanna
- uppruna og þróun lýðræðis
Leikniviðmið
- bera saman ólík stjórnkerfi
- bera saman mismunandi alþjóðastofnanir
- vinna með heimildir í APA kerfinu
- miðla fræðilegum texta á skipulegan hátt
Hæfnisviðmið
- geta greint og unnið með upplýsingar á gagnrýninn hátt
- geta fært rök fyrir máli sínu með skipulögðum hætti
- gera sér grein fyrir stöðu sinni og möguleikum til áhrifa í hinu pólitíska kerfi
- þroska með sér lýðræðislega vitund og öðlast öryggi til að taka þátt í hinu stjórnmálalega
Nánari upplýsingar á námskrá.is