geðsálfræði
Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: FÉLV2AF05 eða ÍSLE2MG05
Í áfanganum er fjallað um geðsálfræði og flokkanir geðraskana. Lögð er áhersla á að nemendur átti sig á samspili sálfræðilegra, félagslegra og líffræðilegra þátta í geðröskun. Til að auka skilning á líffræðilegum og læknisfræðilegum þáttum er starfsemi heilans og þáttur taugaefna í líðan og geðröskun kynnt. Einnig er lögð áhersla á að nemendur geti tengt efnið við eigin geðheilsu og líðan. Í því samhengi er nánar fjallað um streitu í daglegu lífi og þau áhrif sem hún getur haft á geðheilsu einstaklings.
Þekkingarviðmið
- einkennum mismunandi geðraskana
- kenningum um mögulegar orsakir geðraskana
- algengustu meðferðarúrræðum
- helstu hugtökum og kenningum í geðsálfræði
- framlagi geðsálfræðinnar innan sálfræðinnar og til samfélagsins í heild
Leikniviðmið
- beita hugtökum og kenningum í geðsálfræði í ræðu og riti
- afla upplýsinga, greina þær og setja í fræðilegt samhengi
- lesa og nýta fræðilegan texta á íslensku og erlendum tungumálum
- miðla fræðilegu efni skýrt og skilmerkilega í ræðu og riti
- nota APA kerfið við skrif ritgerða og verkefna
- geta með einföldum hætti yfirfært sálfræðilega þekkingu á eigin sjálfsmynd
Hæfnisviðmið
- vinna úr rannsóknargögnum og leggja á þau mat
- geta beitt gagnrýnninni hugsun og tekið þátt í rökræðum um málefni sem tengjast áfanganum
- geta hagnýtt og yfirfært efni áfangans á eigin geðheilsu og daglegt líf
- tjá sig skipulega á gagnrýninn hátt um einstaka efnisþætti
Nánari upplýsingar á námskrá.is