SÁLF3FS05 - Félagssálfræði

félagssálfræði

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: FÉLV2AF03 eða ÍSLE2MG05
Áfanginn fjallar um hvernig einstaklingar skynja aðra, hafa áhrif á þá og tengjast þeim. Einkum eru rannsökuð gagnkvæm áhrif hópa og einstaklinga á hver annan. Kynntar eru þekktar tilraunir í félagssálfræði. Einnig verður fjallað um aðrar grundvallarkenningar og tilraunir í sálfræði t.a.m. tengt auglýsingasálfræði, vinnusálfræði persónuleikasálfræði og afbrotasálfræði.

Þekkingarviðmið

  • grundvallarhugmyndum félagssálfræðinnar
  • víðfeðmi og hagnýtu gildi sálfræðinnar
  • leiðum sálfræðinnar til að útskýra hugsun, hegðun og tilfinningar manneskjunnar
  • mótunaröflum einstaklinga og hópa

Leikniviðmið

  • lesa í og skilja umfjöllun um helstu hugmyndir félagssálfræðinnar
  • beita algengustu hugtökum á skýran hátt
  • skoða sína eigin hegðun og annarra út frá grundvallarhugtökum greinanna
  • tjá kunnáttu sína á munnlegan og skriflegan hátt
  • nota APA kerfið við skrif heimildaritgerða og verkefna
  • tjá sig skipulega og gagnrýn hátt um einstaka efnisþætti

Hæfnisviðmið

  • gera sér grein fyrir mótunaráhrifum umhverfis á sjálfan sig
  • gera sér grein fyrir samspili hegðunar, hugsunar og tilfinninga
  • geta með einföldum hætti yfirfært sálfræðilega þekkingu á eigin sjálfsmynd
Nánari upplýsingar á námskrá.is