kvikmyndir og ljósmyndir
Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: FÉLV2AF05 eða ÍSLE2MG05
Í þessum áfanga er farið í sögu kvikmynda og ljósmynda frá upphafi . Ýmis félagsleg og menningarleg áhrif miðlanna eru skoðuð. Farið verður lítilega í tæknilega þætti, bæði í sögulegu samhengi og í hagnýtri útfærslu. Nemendur taka ljósmyndir og vinna með þær. Nemendur taka stuttmynd og/ eða greina kvikmynd út frá fræðilegum viðmiðunnarramma.
Þekkingarviðmið
- sögu mynda , gildi og áhrifum myndmálsins
- þróun mynda í grófum dráttum frá upphafi
- sögu ljósmyndunar á Íslandi
- sögu kvikmyndunar á Íslandi
- verkum valdra erlendra ljósmyndara og sögu erlendrar kvikmyndunar
Leikniviðmið
- greina myndir frá ólíkum tímum
- greina ljósmyndir í menningarmiðlum
- greina kvikmyndir út frá ólíkum tímaskeiðum og kvikmyndastefnum
- greina fagmál kvikmynda
- geta unnið með heimildir á faglegan og ábyrgan hátt
Hæfnisviðmið
- geta tekið ljósmyndir á faglegan hátt
- geta gagnrýnt ljósmyndir á faglegan hátt
- nota fagmál kvikmynda við gerð stuttmynda
- greina hvernig bæði ljósmyndir og kvikmyndir hafa áhrif á hugarfar og hegðun fólks
- geta greint myndmál valinna kvikmynda í sögulegu ljósi
- geta fylgst með og hagnýtt nýja tækni í miðlun
Nánari upplýsingar á námskrá.is