RAFÍ2SH05 - Spilun og heilsa

Spilun og heilsa

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: ÍSLE2mg05
Fjallað er um rafíþróttir í heild sinni. Farið verður yfir sögu rafíþrótta og þróunar hennar sem íþrótt. Einnig verður farið yfir helstu leiki sem keppt er í og hvernig er hægt að ná árangri í þeim leikjum. Nemendur finna sér hlutverk í rafíþróttaheiminum, til dæmis spilari, þjálfari eða skipuleggjandi. Lögð verður áhersla á mikilvægi góðrar heilsu sem og áhrif svefns og næringar á frammistöðu rafíþróttamanna.

Þekkingarviðmið

  • markvissri og skipulagðri þjálfun
  • hvernig heilsa, hreyfing og svefn hefur áhrif á frammistöðu
  • þjálfun í tölvuleikjaspilun
  • hvernig mismunandi leikir krefjast mismunandi leikni og færni til að gera liðið sem heild betra
  • tengslum andlegrar, félagslegrar og líkamlegrar heilsu

Leikniviðmið

  • stunda íþróttina markvisst
  • öðlast góðan tæknilegan grunn í greininni
  • beita skapandi lausnamiðaðri hugsun
  • stunda hreyfingu sem styrkir og gefur meira úthald til leikjaspilunar
  • nýta sér tækni- og miðlalæsi sér og liði sínu til framdráttar

Hæfnisviðmið

  • vera hluti af góðri liðsheild á jafnréttisgrundvelli
  • skipuleggja og halda viðburði
  • eiga jákvæð og skilvirk samskipti við liðsfélaga
  • halda viðburði innan og utan skóla og að leiðbeina öðrum í spilun leikja
  • iðka fjölbreyttar æfingar og leiki
  • gera kostnaðaráætlun og markaðssetja viðburði
Nánari upplýsingar á námskrá.is