SAGA3ÚR05 - Úkraína og Rússland

Úkraína og Rússland

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: SAGA2MS05
Í áfanganum verður fjallað um sögu Rússlands, Sovétríkjanna og Úkraínu á breiðum grundvelli og helstu atriði tekin fyrir sem einkenna sögu þessara ríkja. Tímabilið sem tekið verður fyrir er frá keisaratímanum til stríðsins í Úkraínu. Fjallað verður bæði um einstaka atburði, þróun þeirra og áhrif á sögu svæðisins. Fjallað verður um leiðtoga og helstu persónur sem koma að atburðarásinni.

Þekkingarviðmið

  • helstu einkennum sögu Rússlands, Sovétríkjanna og Úkraínu
  • helstu þáttum sem mótuðu og höfðu áhrif á sögu Rússa/Sovétmanna og Úkraínumanna á 20. öld og fram til dagsins í dag
  • sögu kommúnismans, iðnvæðingu Sovétríkjanna og samskiptum þeirra við önnur lönd
  • orsökum á hnignun og hruni Sovétríkjanna
  • endurfæðingu Rússlands, valdatíma Vladimír Pútíns sem og átökum í Úkraínu frá árinu 2014 til dagsins í dag

Leikniviðmið

  • vinna með frumtexta
  • vinna með ritaðar heimildir á skipulagðan hátt
  • nota APA kerfið
  • greina sögulega þróun og samhengi hennar
  • miðla sögulegri þekkingu

Hæfnisviðmið

  • bera saman, finna tengsl, einfalda og draga ályktanir af sögulegum atburðum og þróun
  • vinna sjálfstætt og setja fram sögulegar greiningar
  • vinna skipulega með sögulegan texta og setja fram á rökrænan hátt
  • meta gæði heimilda
Nánari upplýsingar á námskrá.is