DANS3DD05 - Danska daglega

Danska daglega

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: DANS2SO03
Í áfanganum er unnið með lestur og hlustun tengd ýmsu námsefni sem nemendur velja ýmist sjálfir eða af lista. Nemendur vinna margs konar verkefni út frá námsefninu og temja sér hugtök og orðaforða tengd bókmenntum og bókmenntagreiningu. Markmið áfangans er að auka lestrarhæfni, orðaforða, skilning og að nemendur tileinki sér helstu hugtök í bókmenntagreiningu í dönsku, sjálfstæð vinnubrögð og öðlist frekari þjálfun í munnlegri færni. Einnig er leitast við að nemandinn tileinki sér frekari orðaforða og öðlist innsýn í danskar bókmenntir sem og menningu með hlustun og lestri. Nemandinn þarf að tileinka sér vinnubrögð við að leggja mat á og túlka viðfangsefni áfangans. Við lok áfangans er miðað við að nemendur hafi náð C1 þrepi í skilningi og eiga því auðveldara með að stunda nám í dönsku málaumhverfi.

Þekkingarviðmið

  • orðaforða sem gerir honum kleift að tileinka sér lesefni með góðu móti í áframhaldandi námi og starfi.
  • helstu hugtökum í bókmenntafræði og textagreiningu.
  • orðaforða sem hæfir markmiðum áfangans og gagnast til undirbúnings á háskólastigi.

Leikniviðmið

  • lesa og hlusta sér til ánægju og vinna með efni sem gera miklar kröfur til lesandans, ýmist hvað varðar orðaforða og túlkun.
  • nota tungumálið í samræðum og til frásagnar og beita málfari við hæfi.
  • tjá sig af öryggi um margvísleg málefni tengd bókmenntum og menningu.
  • leggja gagnrýnið mat á texta og hlustunarefni, listrænt gildi efnisins og mismunandi stílbrögð höfunda.
  • beita ritmáli og talmáli í mismunandi tilgangi, bæði formlegum og óformlegum.
  • vinna með námsefni áfangans á fjölbreyttan hátt og ræða á dönsku um upplifun sína af því námsefni sem tekið er fyrir.

Hæfnisviðmið

  • auka lesskilning og skilning á töluðu máli.
  • gagnrýna og meta texta og hlustunarefni.
  • taka þátt í skoðanaskiptum og færa rök fyrir máli sínu
  • geta brugðist við óvæntum spurningum og geta tjáð sig á skýran og áheyrilegan hátt hvort sem er í máli eða ritun.
  • skilja efni ritaðs texta og hlustunarefnis af ýmsu tagi, átta sig á dýpri merkingu þess og leggja gagnrýnið mat á það.
Nánari upplýsingar á námskrá.is