FATA3LF05 - Lokaáfangi fyrri

Lokaáfangi fyrri

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: Allir áfangar á fatahönnunarsviði að undanskildum FATA3ls05.
Lokaáfangar í fatahönnun eru tveir og FATA3lf05 er sá fyrri. Nemendur vinna sjálfstætt að hönnunarverkefni í formi þemavinnu. Nemendur skila hugmyndavinnu, fylgja skipulögðu vinnuferli í formi dagbókar, vinnuskýrslu þar sem tilgreindar eru forsendur fyrir hugmyndum, framkvæmd og framvindu verksins auk undirbúnings-, tilrauna- eða rannsóknarvinnu. Nemendur skila öllum sniðum og prufuflíkum í lok áfangans.

Þekkingarviðmið

  • hvað fólgið sé í sjálfstæðum, faglegum og skapandi vinnubrögðum varðandi framkvæmd verksins í öllu vinnuferlinu.
  • gerð vinnuáætlana, greiningu og endurmati verkþátta.
  • mikilvægi þess að rýna í eigið verk og annarra á uppbyggilegan hátt.
  • mikilvægi þess að geta komið vinnu sinni á framfæri á fjölbreyttan máta.

Leikniviðmið

  • taka sjálfstæða ákvörðun varðandi verkefnaval.
  • sýna sjálfstæð, fagleg og skapandi vinnubrögð varðandi framkvæmd verksins.
  • skilgreina forsendur fyrir hugmyndum, framkvæmd og framvindu verksins.
  • setja fram vinnuáætlun og greina verkþætti.
  • endurmeta hugmyndir sínar og framkvæmd verksins í öllu vinnuferlinu.
  • rýna í eigið verk og rökstyðja niðurstöður bæði munnlega og skriflega.
  • koma vinnu sinni á framfæri á fjölbreyttan máta.

Hæfnisviðmið

  • tileinka sér sjálfstæð, fagleg og skapandi vinnubrögð sem er metið með verkefnum.
  • skilgreina forsendur, greina og endurmeta verkþætti sem er metið með verkefnum.
  • koma vinnu sinni á framfæri á fjölbreyttan máta sem er metið með verkefnum og munnlegri framsögn.
  • útbúa ferilmöppu sem nýst getur sem umsókn í nám og störf sem er metið með verkefnum.
Nánari upplýsingar á námskrá.is