Lokaverkefni
Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: 160 einingar af alþjóðabraut
Nemendur þjálfast í að vinna út frá grunnhugmynd að verkefni sem spannar heila önn og sýnir fram á þá heildarþekkingu, leikni og hæfni sem þeir hafa öðlast á námsferli sínum. Verkefnið verður unnið undir handleiðslu leiðbeinanda sem aðstoðar m.a. við að móta verkefnið og að skipuleggja verkframvinduna. Nemendur velja viðfangsefni tengt sérsviði sínu á alþjóðabraut, gera skriflega verkáætlun í upphafi annar ásamt því að ákveða skilaformið á verkefninu sjálfu. Lokaafurðin getur verið í formi ritgerðar, heimasíðu, hlaðvarps, myndbands, þýðingar, ferilmöppu eða á öðru því formi sem nemandi kýs í samráði við leiðbeinanda. Verkefnið getur verið að hluta til eða í heild á erlendu tungumáli, allt eftir eðli verkefnisins.
Lögð er áhersla á að nemendur nýti sér þá þekkingu sem þeir hafa öðlast í námi sínu; sýni fram á sjálfstæð og skapandi vinnubrögð, færni í heimildavinnu og hæfni til að skipuleggja og gera grein fyrir vinnuferli verkefnisins. Nemendur þurfa að geta komið þekkingu sinni á viðfangsefninu á framfæri á skýran hátt bæði munnlega og skriflega. Í lok annar fer fram kynning á verkefninu og ferlinu við vinnslu þess.
Þekkingarviðmið
- helstu reglum um heimildanotkun og skráningu
- helstu aðferðum við vinnslu langtímaverkefnis
- helstu aðferðum við úrvinnslu og mat heimilda
- hvaða verkfæri og framsetningu best er að velja út frá viðfangsefninu
- helstu aðferðum við framsetningu langtímaverkefnis bæði munnlegra og skriflegra
Leikniviðmið
- sýna frumkvæði, sjálfstæði og skapandi nálgun
- vinna að verkefninu á sjálfstæðan máta og leggja mat á verkefnið og lokaafurðina
- afla sér fjölbreyttra og fræðilegra heimilda um efnið
- velja sér viðeigandi form fyrir lokaafurð verkefnisins
- beita viðurkenndum aðferðum um meðferð og úrvinnslu heimilda
- tjá sig á skýran og viðeigandi hátt um verkefnið bæði munnlega og skriflega
Hæfnisviðmið
- meta áreiðanleika heimilda
- sjá samhengi undanfarinnna anna og samspil mismunandi námsgreina
- greina frá og leggja mat á eigin verkefni og lokaafurð
- leggja fram lokaafurðina, kynna hana og ferlið við vinnslu hennar á aðgengilegan og skýran hátt bæði munnlega og skriflega
Nánari upplýsingar á námskrá.is