lögfræði, viðskipta
Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: FJÁR2FL05
Kynnt eru grundvallaratriði íslenskrar stjórnskipunar og réttarkerfis. Fjallað verður um grundvallarhugtök og fræðikerfi lögfræðinnar. Fjallað verður um hugtakið réttarheimild og allar helstu tegundir réttarheimilda sem beitt er í íslenskum rétti. Áhersla er lögð á kynningu á almennum lögum með áherslu á lög sem tengjast viðskiptalífinu. Áfanginn miðar að því að gefa nemendum innsýn í umfang löggjafar á þessu sviði.
Þekkingarviðmið
- grundvallaratriðum í sambandi við löggjöf og aðrar réttarheimildir
- meginatriðum í íslenskri stjórnskipan
- meginreglum í íslensku réttarfari og helstu farvegi mála í gegnum dómstóla og aðrar stofnanir réttarkerfisins
- helstu hugtökum sem lúta að réttindum og skyldum þjóðfélagsþegna
- almennum reglum sem varða samninga, umboð og aðra löggerninga
- lögum um lausafjárkaup og fasteignakaup
- helstu lögum og reglum er varða kröfur og skuldbindingar
- helstu lögum um réttindi og skyldur á vinnumarkaði
- hinum ýmsu rekstrarformum í atvinnurekstri hvað snertir ábyrgð eigenda og fleira
Leikniviðmið
- hagnýta sér netið til öflunar upplýsinga
- beita þekkingu sinni í að meta forsendur og túlkað niðurstöður dóma vinna sjálfstætt
- greina og setja fram rökstudda lausn við lögfræðilegum álitamálum sem sett eru fram í raunhæfum dæmum
- skilja notkun ákveðinna lykilhugtaka lögfræðinnar
Hæfnisviðmið
- sýna sjálfstæði í hugsun og vinnubrögðum
- útskýra mikilvægi lögfræðinnar fyrir einstaklinga, fyrirtæki og samfélag
- nýta sér lögfræðilega þekkingu til lausna í sérhæfðum og raunhæfum verkefnum
- tjá sig í ræðu og riti um lögfræðileg málefni
- beita upplýsingatækni við öflun upplýsinga og lausn verkefna
- beita gagnrýnni og skapandi hugsun við lausn verkefna
- fylgja röksemdafærslu í máli og texta
Nánari upplýsingar á námskrá.is