FEMY3TV05 - Ferilmöppur

tölvuvinna

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: MÁLV2GR05 og SKÚL2GR05 eða FATA2SG05 og TÍSK2TH05 eða LEIK3SS05 og LEIK3SK05 eða HÖNN2HA05 og SKÚL2GR05
Í áfanganum fá nemendur kennslu í hvernig hægt er að halda utan um vinnu sína á skipulegan hátt með stafrænum aðferðum, til dæmis með einfaldri vefsíðu og öðrum aðferðum. Hvernig setja má vinnuna upp í ferilmöppu til kynningar á sjálfum sér vegna umsókna í háskóla, þátttöku í samkeppnum, umsókna um sýningar o.s.frv. Heimasíður íslenskra listamanna verða skoðaðar, gagnrýndar og greindar. Í áfanganum læra nemendur helstu aðferðir við framleiðslu myndbanda. Í ferlinu er farið í markvissa hugmyndavinnu, myndbyggingu, myndatöku, klippingu, lokafrágang myndar og kynningu á henni. Lögð er áhersla á að kenna nemendum að vinna myndhandrit. Nemendur vinna að fyrirfram ákveðnum verkefnum á fjölbreyttan hátt. Í öllum verkefnum er lögð áhersla á góða samvinnu/hópavinnu. Nemendum verður kynnt starfsemi fyrirtækja sem vinna að kvikmyndagerð á fjölbreyttum grundvelli og eins fá nemendur kynningu á framhaldsnámi á sviði kvikmynda- og myndbandagerðar. Íslenskir listamenn sem vinna verk með þeirri tækni sem kennd er í áfanganum verða kynntir.

Þekkingarviðmið

  • umsóknarferli í háskóla
  • hvernig íslenskir myndlistarmenn kynna sig á heimasíðum sínum
  • helstu aðferðum við einfalda myndbandagerð
  • vinnu fagfólks í myndbandagerð
  • mikilvægi samvinnu við gerð myndbanda
  • menntastofnunum hér heima og erlendis á sviði kvikmyndagerðar

Leikniviðmið

  • setja saman ferilmöppu þar sem hann kynnir sig og verk sín og dregur upp heiðarlega og sannfærandi mynd af sjálfum sér og list sinni
  • skrásetja verk sín stafrænt
  • leita sér upplýsinga um inntökuferli í íslenskum og erlendum háskólum
  • búa til margskonar myndbönd
  • vinna í hóp sem skiptir með sér verkum
  • ræða opinskátt um þær hugmyndir sem hann túlkar í myndböndum sínum
  • taka þátt í umræðu um hugmyndir og stuttmyndir samnemenda sinna á uppbyggilegan hátt

Hæfnisviðmið

  • sækja um nám og störf sem tengjast námi hans á listnámsbraut
  • skapa myndbönd sem eru áhugaverð og persónuleg
  • fjalla um hugmyndalegan og verklegan bakgrunn verka sinna
  • taka þátt í uppbyggilegri og frjórri samræðu um verk sín og annarra
Nánari upplýsingar á námskrá.is