Leiklistarhátíð á Möltu
Einingafjöldi: 3
Þrep: 3
Forkröfur: LEIK3SK05
Nemendur vinna leiksýningu sem þeir sýna á Holqa Theatre leiklistarhátið sem haldin er í menntskólanum Junior Collage í bænum Valletta á Möltu. Þessi leiklistarhátíð er haldin ár hvert en leiklistarbraut FG mun bjóða upp á áfangann annað hvert ár.
Í áfanganum er unnin leiksýning sem sýnd verður á leiklistarhátíðinni. Nemendur vinna ásamt leiðbeinanda sjálfstætt verk út frá þemum sem tengjast hverri hátíð. Unnið er út frá samsköpun og er mikil áhersla lögð á sjálfstæði og vinnusemi.
Nemendur þurfa sjálfir að standa straum af ferðakostnaði og þátttökugjöldum en leiklistarhátíðin sér þátttakendum fyrir fæði og gistingu meðan á hátíðinni stendur. Reynt verður að skipta jafnt eftir kynjum í hópinn.
Eingöngu geta 20 nemendur af leiklistarbraut valið áfangann og skilyrði fyrir þátttöku eru að nemendur séu ekki hluti af leikhópi söngleiksins (á þessum tíma eru sýningar í gangi), séu 18 ára á ferðaárinu og skráðir í skólann þá önn sem hátíðin er fyrirhuguð.
Þekkingarviðmið
- samvinnu
- mikilvægi þess að komast að sameiginlegri niðurstöðu í hópavinnu
- heildstæðu listrænu ferli, frá æfingum til sýningar
- að leiklist er alþjóðlegt „tungumál“
- því sem við eigum sameiginlegt með öðrum þjóðum
Leikniviðmið
- taka tillit til annarra í hópavinnu
- nýta ólíkar aðferðir í leiklist við að búa til leiksýningu
- vinna í hópi í listrænu ferli
- eiga uppbyggilegt samtal um listrænt ferli
- vinna í alþjóðlegu umhverfi
Hæfnisviðmið
- setja saman leiksýningu
- taka tillit til ólíkra þarfa og hugmynda í hópavinnu
- nýta leiklist sem aðferð til samvinnu og skilnings þvert á þjóðerni og tungumál
- deila hugmyndum sínum með öðrum þjóðum
Nánari upplýsingar á námskrá.is