AFÍÞ1KN02 - Afreksþjálfun í knattspyrnu

Knattspyrna

Einingafjöldi: 2
Þrep: 1
Forkröfur: Að nemandi sé skráður iðkandi hjá knattspyrnudeild Stjörnunnar.
Knattspyrnuiðkun undir handleiðslu þjálfara Stjörnunnar. Áfanginn er verklegur og fer fram á æfingasvæði Stjörnunnar.

Þekkingarviðmið

  • að taka réttar ákvarðanir í leik
  • að njóta þess að spila fótbolta
  • að leiðin að árangri er löng og ströng
  • mikilvægi liðsheildar og samvinnu

Leikniviðmið

  • bæta sendingar og móttöku
  • bæta skalla- og skottækni
  • bæta sérhæfða tækni með tilliti til leikstöðu
  • þroska stöðumat leikmanna
  • bæta hraða, kraft og úthald leikmanna
  • hjálpa leikmönnum að spila leikinn af meiri ákefð

Hæfnisviðmið

  • bæta frammistöðu sína í knattspyrnu
  • temja sér jákvætt viðhorf gagnvart knattspyrnuiðkun
  • temja sér þrautseigju
Nánari upplýsingar á námskrá.is