lokaverkefni
Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: LEIK3SK05, LEIK3LS05 og LEIK3SS05
Áfanginn byggir á sjálfstæðri vinnu nemenda. Nemendur fá kennslu í grunnþáttum verkefnastjórnunar, þeir vinna sviðsverk allt frá fyrstu hugmynd og þar til það er sýnt sem lokaverkefni annarinnar. Áhersla er á skipulagða og sjálfstæða vinnu í áfanganum sem og sýn nemenda á samfélag sitt fái að njóta sín í verkefnunum.
Þekkingarviðmið
- verkefnastjórn í leikhúsi
- þeim ólíku þáttum sem þarf til að koma leiklistatengdu verkefni í framkvæmd
- eigin styrkleikum og veikleikum í sjálfstæðri listsköpun í hóp
Leikniviðmið
- nota tæki og tól verkefnastjórnunar í samhengi við uppsetningu sviðslistaverkefnis
- vinna að eigin listsköpun
- starfa sjálfstætt í hóp og taka sameiginlega ábyrgð á framkvæmd og uppsetningu á verkefni
- tjá sig gagnrýnin hátt um framkvæmd og skipulag verkefnis
- tjá sig gagnrýnin hátt í ræðu og riti um listsköpun annarra hópa í áfanganum
- miðla færni sinni, hugmyndum sínum og kunnáttu á uppbyggilegan og skipulagðan hátt
Hæfnisviðmið
- taka virkan þátt í samstarfi við aðra í listsköpun
- sýna frumleika í hugsun sem nýtist í námi og starfi
- nýta ímyndunarafl sitt til sjálfstæðrar sköpunar og temja sér leitandi vinnubrögð og áræðni í úrlausnum
- leiða og taka þátt í hugmyndavinnu, sköpun og framkvæmd á listaverki
- geta tjáð sig um eigin styrkleika og veikleika í listsköpun og hvað viðkomandi þarf að gera til að ná árangri
- nýta eigið listrænt innsæi í listsköpun
- samhæfa tækni, tjáningu og sköpun í lifandi listflutningi
- setja sér markmið, gert verkáætlanir og fylgt þeim jafnt sem einstaklingur og innan hóps
Nánari upplýsingar á námskrá.is