ENSK2EB05 - Enski boltinn

Enski boltinn

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: ENSK2MS05
Í þessum áfanga munu nemendur kynna sér enska boltann frá ýmsum sjónarhornum. Lögð er áhersla á að nemendur tjái sig skriflega og á faglegan máta Nemendur þjálfast í að nota sérhæfðan orðaforða sem tengist íþróttum. Nemendur skrifa ýmiss konar texta sem tengjast enska boltanum og halda úti þar til gerðri heimasíðu. Skólastofan tekur á sig mynd fréttastofu þar sem fram fer teymis- og einstaklingsvinna.

Þekkingarviðmið

  • orðaforða sem nauðsynlegur er til að mæta hæfniviðmiðum þrepsins, þ.m.t. orðasamböndum og þverfaglegum orðaforða
  • notkun tungumálsins til að mæta hæfniviðmiðum þrepsins skriflega
  • helstu hefðum um uppsetningu og skipulag ritaðs máls, s.s. greinamerkjasetningu

Leikniviðmið

  • að skilja mál sem talað er með mismunandi hreim og við mismunandi aðstæður sem og skilja algengustu orðasambönd sem eru einkennandi fyrir talað mál
  • lestri margs konar gerða af textum og beita þeim lestraraðferðum sem við eiga eftir því hverrar gerðar textinn er
  • að taka virkan þátt í samskiptum á viðeigandi hátt og beita málfari við hæfi
  • nota tungumálið formlega og óformlega
  • að skrifa margs konar texta, formlega og óformlega

Hæfnisviðmið

  • skilja daglegt mál, svo sem samræður og fjölmiðlaefni, sem tengist sögu og iðkun knattspyrnu
  • tileinka sér efni ritaðs texta og hagnýta á mismunandi hátt
  • lesa texta þar sem ákveðin viðhorf eða skoðanir eru kynnt, átta sig á tilgangi og afstöðu textahöfundar og bregðast við eða tjá skoðanir sínar munnlega eða skriflega um efni þeirra
  • eiga frumkvæði í samræðum og bregðast við óvæntum spurningum og athugasemdum
  • geta útskýrt sjónarmið varðandi efni sem er ofarlega á baugi og rakið ólík sjónarmið með og á móti
  • skrifa læsilega texta um sérvalið efni frá eigin brjósti þar sem hugmyndaflug getur fengið að njóta sín
Nánari upplýsingar á námskrá.is