FÉLV2AF05 - Aðferðir félagsvísinda

aðferðir félagsvísinda

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: FÉLV1IF05
Áhersla er lögð á að kenna vinnubrögð félagsvísinda. Farið er ítarlega í hvernig vinna á með heimildir og hvernig skrifa á skýran texta í formi heimildaritgerðar. Notkun APA-kerfisins er kennd. Aðferðir félagsvísinda eru kynntar, mikið er unnið með rannsóknir á ólíkum sviðum, þær túlkaðar og bornar saman. Í áfanganum eru kynntar helstu kenningar og aðferðir félagsvísinda (félagsfræði, fjölmiðlafræði, sálfræði og stjórnmálafræði). Nemendur eru svo þjálfaðir í því að nota kenningarnar á samfélagsleg viðfangsefni.

Þekkingarviðmið

  • helstu rannsóknarsviðum félagsvísinda
  • völdum kenningum í félagsvísindum
  • helstu rannsóknaraðferðum félagsvísinda
  • völdum hugtökum í félagsvísindum
  • helstu aðferðum við heimildavinnu

Leikniviðmið

  • tengja saman rannsóknarniðurstöður og kenningar
  • beita kenningum á félagslegar staðreyndir
  • nota hugtök félagsvísindanna
  • nota rétt vinnubrögð við heimildavinnu
  • vinna markvissa hópavinnu og kynna vinnu sína með fjölbreyttum hætti

Hæfnisviðmið

  • leggja mat sitt á rannsóknir í félagsvísindum
  • sjá viðfangsefni út frá mismunandi sjónarhornum
  • leggja mat á hvaða rannsóknaraðferðir henti best við mismunandi aðstæður og mismunandi rannsóknarefni
  • finna raunhæfar lausnir á félagslegum viðfangsefnum
  • tengja fræðin við þá umræðu sem er í þjóðfélaginu hverju sinni
Nánari upplýsingar á námskrá.is