menning, skapandi skrif
Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: Fyrir þá sem fengu A eða B á grunnskólaprófi eða hafa lokið ENSK1UB05.
Í þessum áfanga munu nemendur kynna sér menningu í enskumælandi löndum í gegnum samtímabókmenntir. Lögð er áhersla á að nemendur tjái sig munnlega og skriflega og beiti málinu af nákvæmni. Nemendur skrifi ýmiss konar efni frá eigin brjósti.
Þekkingarviðmið
- helstu menningarsvæðum þar sem enskan er móðurmál eða fyrsta mál
- ólíkum viðhorfum og gildum, hvernig þau móta menninguna í þeim löndum þar sem málið er notað og geti tengt þau eigin samfélagi og menningu
- þverfaglegum orðaforða
- helstu hefðum í uppsetningu og skipulagi ritaðs máls
Leikniviðmið
- skilja mál sem talað er með mismunandi hreim eða við ólíkar aðstæður, sem og skilja algengustu orðasambönd sem eru einkennandi fyrir talað mál
- tjá sig skýrt og hnökralaust um málefni sem nemandinn hefur kynnt sér
- lesa margs konar gerðir texta og beita viðeigandi lestraraðferðum
- skrifa margs konar texta, formlega og óformlega, og fylgja helstu rithefðum og reglum um málbeitingu
Hæfnisviðmið
- skilja daglegt mál, fjölmiðlaefni, inntak erinda, rökræðna og fræðilegra fyrirlestra,
- skrifa texta frá eigin brjósti þar sem hugmyndaflug getur fengið að njóta sín,
- skrifa margs konar texta og fylgja þeim ritunarhefðum sem eiga við í hverju tilviki fyrir sig,
- taka þátt í skoðanaskiptum, eiga frumkvæði í samræðum og bregðast við óvæntum spurningum og athugasemdum,
Nánari upplýsingar á námskrá.is