Tónlistariðkun
Einingafjöldi: 2
Þrep: 1
Markmið áfangans er að gefa nemendum tækifæri til að njóta tónlistariðkunar eins og kostur er. Nemendur spila sjálfir á ýmis hljóðfæri og syngja og æfast í söng, hrynjandi, tjáningu og hljóðfæraleik eins og kostur er. Áhersla er lögð á að nemendur læri að tónlistariðkun getur veitt gleði og vellíðan svo og á að þeir njóti samspils með öðrum.
Leikniviðmið
- taka þátt í tónlistarflutningi á eigin forsendum
- taka þátt í tónlistarflutningi með öðrum
Hæfnisviðmið
- njóta þess að tjá sig í gegnum tónlist
Nánari upplýsingar á námskrá.is