STÆR1TL04 - Stærðfræði tölfræði og líkindareikningur sérnám

líkindareikningur, tölfræði

Einingafjöldi: 4
Þrep: 1
Í áfanganum er lögð áhersla á einfalda tölfræði og líkindareikning. Áfanginn er ætlaður nemanda með undirstöðu í almennum stærðfræðiaðgerðum. Markmið áfangans er kynna hagnýtingu tölfræðinnar og hvernig fræðilegar líkur verða til með útreikningi en raunverulegar líkur fundnar út með tilraunum.

Þekkingarviðmið

  • hugtökunum tíðni, dreifing, þýði, miðsækni og frávik
  • myndrænum töfluritum
  • að lesa töflur og gröf
  • hugtakinu líkindi

Leikniviðmið

  • lesa úr og teikna upp einfalt myndrit með dæmum á tveimur ásum
  • lesa úr og teikna upp einfalt graf með dæmum á tveimur ásum
  • finna hvað skorar hæst og hvað minnst
  • finna meðaltal
  • finna miðgildi
  • finna tíðasta gildið
  • reikna úr einföldu dæmi um líkindi

Hæfnisviðmið

  • lesa úr einföldum rannsóknarniðurstöðum
  • nýta sem undirstöðu að frekara námi
Nánari upplýsingar á námskrá.is