Grunnstærðfræðitákn
Einingafjöldi: 3
Þrep: 1
Áfanginn tekur mið af nemendum sem hafa litla sem enga undirstöðu í stærðfræði. Kennt er að telja, lesa og skrifa tölustafi og vinna með einföld stærðfræðitákn. Stuðst er við sérhannað efni í bóklegu formi, tölvuforrit, kubba og leik. Kennslan er einstaklingsmiðuð.
Þekkingarviðmið
- tölustöfum og geta talið upp í tíu
- einföldum stærðfræðitáknum og hugtökum
Leikniviðmið
- telja upp í tíu
- kunna tölustafina
- nota stærðfræðitáknin plús, mínus og sama sem
- leggja saman upp að tíu
- draga frá undir tíu
- greina í sundur ferhyrning, þríhyrning og kúlu
- greina í sundur hugtökin „minna en“ og „stærra en“
- greina í sundur hugtökin „mjórra en“ og „breiðara en“
- greina í sundur hugtökin „færra en“ og „fleira en“
Hæfnisviðmið
- tengja við almenna umræðu um stærðfræðihugtök
- nýta í starfi að skóla loknum
Nánari upplýsingar á námskrá.is