Fjármál
Einingafjöldi: 4
Þrep: 1
Áfanginn fjallar um fjármál. Markmiðið er að nemandi öðlist skilning á hinum ýmsu hugtökum sem tengjast fjármálum og þekki ábyrgð og skyldur á eigin fjármálum.
Þekkingarviðmið
- peningum
- debet- og kreditkortum
- launaseðli
- sköttum
- einföldu bókhaldi
- bankaviðskiptum
- vöxtum
- afslætti
- vanskilum
- verðbólgu
- hagkerfi
Leikniviðmið
- nota peninga, debet- og kreditkort
- lesa af launaseðli
- færa einfalt bókhald
- nota bankastofnanir og heimabanka til að fylgjast með eigin fjármálum
- reikna vexti og afslátt
- varast vanskil
- lesa og skilja einfaldan texta um skattamál, verðbólgu og hagkerfi
Hæfnisviðmið
- geta fylgst með eigin fjármálum og tekið upplýsta ábyrgð
- hafa innsýn í þá orðræðu sem fylgir umfjöllun um skattamál, verðbólgu og hagkerfi
Nánari upplýsingar á námskrá.is