STÆR1AL04 - Stærðfræði algebra sérnám

algebra

Einingafjöldi: 4
Þrep: 1
Höfuð markmið með áfanganum er að nemendur nái undirstöðuatriðum í Algebru þar sem fjallað er um óþekktar stærðir og úrvinnslu úr þeim.

Þekkingarviðmið

  • að bókstafir í algebru hafa mismunandi gildi
  • undirstöðureglum algebru og kunni að fara með táknasamstæðu

Leikniviðmið

  • nota ýmiss konar staðgengla fyrir tölur í stærðfræði
  • leysa upp og reikna úr jöfnum
  • leysa dæmi með þáttun og liðun

Hæfnisviðmið

  • geta leyst stærðfræðileg viðfangsefni úr daglegu lífi þar sem finna þarf út úr óþekktum stærðum
  • nota sem undirstöðu að frekara námi í stærðfræði
Nánari upplýsingar á námskrá.is