grunnáfangi
Einingafjöldi: 2
Þrep: 1
Meginmarkmið áfangans er að gera nemendum kleift að öðlast þá þekkingu og færni sem þarf til að nýta sér stafræna tækni s.s. síma og Ipada til ljósmyndunar. Áhersla er lögð á að nemandi taki myndir úr umhverfi sínu, geti sent þær frá sér og/eða prentað þær út og unnið með myndefnið í verkefnavinnu. Lagt er upp með að nemandinn þjálfist í að gefa gaum að því smáa jafnt sem því stóra í umhverfi sínu.
Þekkingarviðmið
- myndavél og hvernig hún virkar
- myndavél í síma eða spjaldtölvu
Leikniviðmið
- taka myndir
- færa eða senda myndir af vél í tölvu
- prenta út myndir
Hæfnisviðmið
- taka myndir og nýta í verkefnavinnu
- senda vinum myndir á facebook
- víkka út sjóndeildarhring og nýta sér þekkingu sem tómstundagaman
Nánari upplýsingar á námskrá.is