Ísland
Einingafjöldi: 4
Þrep: 1
Áfanginn fjallar um landafræði Íslands, legu þess og hafið umhverfis landið. Skoðuð er jarðfræði landsins og hvernig veðurfar hefur haft áhrif á gróðurfar og landslag í gegnum aldirnar. Áhersla er lögð á að nemandi þekki helstu landshluta og örnefni tengdum þeim, að hann þekki höfuðáttirnar og getið lesið af landakorti.
Þekkingarviðmið
- grunnatriðum í jarðfræðisögu Íslands
- þróun veðursfars og áhrif þess á landið
- helstu landshlutum Íslands
- höfuðáttunum
- legu landsins
- landakorti
Leikniviðmið
- nota hugtökin ísöld og hlýindaskeið
- nota hugtökin jarðlög og berglög
- beita þekkingu á áttum
- finna landshluta og örnefni á landakorti
- tengja einstök höf við kalda og hlýja hafstrauma
Hæfnisviðmið
- vera upplýstur um land sitt og geta notið þess á ferðalögum
- tengja almenna þekkingu við umræður um landið hverju sinni
Nánari upplýsingar á námskrá.is