ÍSLE1MÖ02 - Íslenska málörvun sérnám

Málörvun

Einingafjöldi: 2
Þrep: 1
Í þessum áfanga vinna nemendur með einfalda grunnþætti íslensk máls. Námið er einstaklingsmiðað og unnið er út frá getu hvers nemanda. Markmið í lok áfangans er að nemendur þekki og geti skrifað stafina, þekki og geti lesið og skrifað þriggja til fimm stafa orð og geti parað orð og mynd. Áhersla er á að kenna grunnþætti í lestri, tengingu stafa og lesturs á einföldum orðum. Einnig er áhersla lögð á að nemendur örvist í allri málnotkun og bæti orða-forða sinn og hugtakaskilning.

Þekkingarviðmið

  • bókstöfunum
  • tengsl bókstafa og hljóða
  • að hlusta eftir ákveðnum hljóðum
  • tengslum ritmáls og lestrar við talmálið

Leikniviðmið

  • þekkja alla stafina og geta skrifað þá
  • greina sundur hljóð og bókstafi
  • greina einföld orð með eða án fyrirmyndar

Hæfnisviðmið

  • lesa og skilja einföld orð
  • þekkja einföld orð og geta tengt við mynd
  • nota talað mál eins og kostur er
  • auðga orðaforða sinn og bæta hugtakaskilning
  • skoðar bækur að eigin frumkvæði
  • taka þátt í tjáskiptum
Nánari upplýsingar á námskrá.is