Lestur og orðaforði
Einingafjöldi: 4
Þrep: 1
Í þessum áfanga lesa nemendur ýmiskonar bækur sem miðast við hæfni og áhuga hvers nemanda í lestri. Nemendur lesa skáldsögur, fréttaefni, menningartengt efni, ritdóma og myndabækur. Nemendur öðlast þjálfun í að lesa upphátt. Einnig er markmiðið með áfanganum að auka orðaforða nemenda.
Þekkingarviðmið
- lestri sér til ánægju og fræðslu
- lestrarefni við hæfi
- mikilvægi þess að geta einbeitt sér við lestur
Leikniviðmið
- tjá sig um lesinn texta
- svara spurningum úr textanum
- endursegja lesið efni
- greina á milli aðalatriða og aukaatriða í texta
Hæfnisviðmið
- byggja upp jákvætt viðhorf til lesturs
- auka lesskilning sinn og orðaforða
- fara á bókasafn og ná sér i bók sem hæfir lestrarkunnáttu
- auka skilning sinn á ýmiskonar samfélagsmálum
- lesa fjölbreytt efni sér til gagns og gamans
Nánari upplýsingar á námskrá.is