SAGA1ÍL04 - Saga Íslandssaga sérnám

íslandssaga

Einingafjöldi: 4
Þrep: 1
Markmið áfangans er annars vegar að varpa ljósi á íslenskt samfélag frá lokum miðalda til aldamótanna 1900 og hins vegar að veita skýra innsýn í samfélag 20. aldar. Gerð er grein fyrir þróun íslensks samfélags í réttri tímaröð en tilteknir þættir samfélagsins teknir fyrir og útskýrðir. Megineinkenni og átakalínur í samfélaginu á hverjum tíma eru dregnar upp og nemendum veitt innsýn í samfélag þar sem þeir geta áttað sig á lífsskilyrðum almennings og ólíku hlutskipti landsmanna varðandi auð og völd. Sagan er sett í erlent samhengi eftir því sem við á.

Þekkingarviðmið

  • völdum þáttum í sögu Íslands
  • helstu tímabilum í sögu lands og þjóðar
  • atburðum sem marka tímamót í sögunni

Leikniviðmið

  • nota sagnfræðileg hugtök

Hæfnisviðmið

  • skilja samhengi atburða við samfélagið á hverjum tíma
  • auka söguvitund með því að setja sig í spor fólks á öðru tímaskeiði
  • temja sér gagnrýna hugsun
  • temja sér sjálfstæðar skoðanir
Nánari upplýsingar á námskrá.is