SAGA1LN02 - Saga landnám Íslands sérnám

Landnám Íslands

Einingafjöldi: 2
Þrep: 1
Nemendur kynnist upphafi byggðar á Íslandi og lífsháttum á landnámsöld. Þeir öðlast innsýn í trúarbrögð, atvinnuhætti og stjórnskipan þessa tíma.

Þekkingarviðmið

  • hvers vegna og hvernig landið byggðist
  • gæðum lands við landnám
  • trúarbrögðum og hefðbundinni sögu af kristnitöku á Alþingi
  • atvinnuháttum og ýmsum siðum á landnámsöld
  • stjórnskipan á landnámsöld
  • sögum af fundi Íslands og nokkrum landnámsmönnum, þar á meðal í heimabyggð

Leikniviðmið

  • tjá sig um upphaf byggðar á Íslandi
  • bera saman lífshætti á landnámsöld við lífshætti í dag
  • koma kunnáttu sinni á framfæri munnlega, skriflega eða í myndsköpun

Hæfnisviðmið

  • vera meðvitaður um upphaf sögu lands og þjóðar
  • geta metið samtímaatburði í sögulegu ljósi eins og kostur er
Nánari upplýsingar á námskrá.is