Skapandi hönnun
Einingafjöldi: 4
Þrep: 1
Námið er verklegt og fer fram í verknámsstofu. Stefnt er að því að virkja og örva nemendur til skapandi hönnunar og hugmyndavinnu. Jafnframt er hugmyndavinna, teikning, saumur, mótun og leðurvinna skoðuð sem leið að skapandi vinnu á sem fjölbreyttastan máta. Lögð er áhersla á að kanna tengingu hönnunar við aðrar listgreinar svo sem textil og myndlist.
Þekkingarviðmið
- helstu aðferðum hönnunarvinnu
- hvernig nota má margvíslegan efnivið sem uppsprettu sköpunar
Leikniviðmið
- meðhöndla helstu smáverkfæri sem tilheyra vinnu við hönnun og útfærslu muna
- hafa með aðstoð unnið með stærri verkfærum sem tilheyra útfærslu hönnunarmuna
- vinna skapandi hugmyndavinnu með aðferðum hönnunar
Hæfnisviðmið
- viðhafa vönduð vinnubrögð við hönnun
- nýta sér hönnun og hugmyndavinnu sem uppsprettu sköpunar
Nánari upplýsingar á námskrá.is