HEFR1BA02 - Heimilisfræði bakstur sérnám

Bakstur

Einingafjöldi: 2
Þrep: 1
Námið er verklegt og fer fram í kennslueldhúsi. Stefnt er að því að búa nemendur sem best undir að bjarga sér við heimilisstörf. Í áfanganum er megináherslan lögð á bakstur og fá nemendur að kynnast brauð-, köku- og smákökubakstri.

Þekkingarviðmið

  • grunnaðferðum sem notaðar eru við bakstur

Leikniviðmið

  • fara eftir uppskriftum
  • baka fjölbreyttar brauð- og kökutegundir úr öllu algengu hráefni
  • nota heimilistæki við bakstur

Hæfnisviðmið

  • beita helstu bakstursaðferðum eins og kostur er
  • nýta helstu miðla til að afla upplýsinga um bakstur og uppskriftir eins og kostur er
  • viðhafa vönduð vinnubrögð við eldhússtörf og sýna fram á góða umgengni og frágang í samræmi við hreinlætiskröfur
Nánari upplýsingar á námskrá.is