ENSK1GO04 - Enska grunnorðaforði sérnám

Grunnorðaforði

Einingafjöldi: 4
Þrep: 1
Nemendur læri enskan orðaforða og byggi ofan á þann sem fyrir er. Áhersla er lögð á hagnýtan orðaforða sem nýtist í daglegu lífi s.s. við að lesa á umbúðir, horfa á sjónvarp, skilja leiðbein¬ing¬ar o.fl.

Þekkingarviðmið

  • hagnýtum orðaforða sem nýtist í daglegu lífi
  • orðaforða sem gerir honum kleift að tileinka sér lesefni í áframhaldandi námi og starfi

Leikniviðmið

  • lesa einfaldar upplýsingar sem honum eru nauðsynlegar í daglegu lífi
  • nýta sér uppflettirit, s.s. orðabækur, t.d. á netinu

Hæfnisviðmið

  • skilja einfalda texta
  • skilja sér til gagns einfalt daglegt mál
  • afla sér upplýsinga og hagnýta sér þær í námi
Nánari upplýsingar á námskrá.is