ENSK1MR04 - Enska málfræði og ritun sérnám

Málfræði og ritun

Einingafjöldi: 4
Þrep: 1
Í áfanganum er lögð áhersla á einfalda enska málfræði s.s. greini, tölu, kyn, tíðir, sagnbeygingar, forsetningar, stigbreytingu lýsingarorða og fornöfn. Unnið er að því að rifja upp og byggja ofan á þá kunnáttu og færni sem nemendur hafa. Grunnmálfræði verður þjálfuð með ritæfingum, gagnvirkum forritum og myndefni.

Þekkingarviðmið

  • einföldum málfræðireglum í enskri tungu

Leikniviðmið

  • beita grundvallarreglum um ritað og talað mál
  • beita málfari við hæfi

Hæfnisviðmið

  • tala og skrifa málfræðilega rétta einfalda ensku
  • skilja daglegt mál
Nánari upplýsingar á námskrá.is