næringarfræði
Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: LÍFF1GÁ05 eða LÍFF2LE05
Í áfanganum eru tekin fyrir þau næringarefni sem líkaminn þarfnast ásamt tengslum þeirra við sjúkdóma og íþróttaþjálfun.
Þekkingarviðmið
- samspili næringar og heilsu.
- helstu efnum sem líkaminn er byggður úr.
- orkugjöfum og orkuþörf líkamans.
- hlutverki helstu steinefna og vítamína í líkamanum og skortseinkennum þeirra.
- ýmsum megrunaraðferðum og fæðubótarefnum, kostum þeirra og göllum.
- næringarþörfum íþróttafólks.
Leikniviðmið
- reikna út orkugildi matvæla út frá orkuefnum í þeim.
- lesa á umbúðir og meta næringargildi matvæla.
- nota næringarefnatöflur til að áætla næringarinnihald matvæla.
- kanna eigin neysluvenjur og og reikna út næringarþörf sína.
Hæfnisviðmið
- taka rökstudda afstöðu til næringarmála í daglegri umræðu.
- gera sér grein fyrir eigin næringarþörf og geta sett saman heilsusamlegar máltíðir.
- tengja næringarfræðina við daglegt líf og sjá notagildi hennar.
Nánari upplýsingar á námskrá.is