veður og haffræði
Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: JARÐ2JÍ05
Áfanginn fjallar um grundvallarþætti í samsetningu og eðlisfræði lofthjúpsins. Áhrif sólargeislunar á lofthjúpinn og misjafna hitadreifingu jarðar. Veðrakerfin og þrýstingsbreytingar í lofthjúpi jarðar. Tengsl veðurfars og gróðurbelta og áhrif verðurfarsbreytinga á lífríki jarðar. Sérstaklega verður fjallað um veðurfar og veðráttu á Íslandi. Þá verður í áfanganum tekin fyrir fræði hafsins þar sem hafið er skoðað m.t.t. seltu, strauma, hafsbotns, sjávarhita, hafíss og helstu lífsskilyrða sjávar.
Þekkingarviðmið
- lofthjúpi jarðar, efnasamsetningu og lagskiptingu hans.
- þeim kröftum sem stýra veðrakerfunum.
- mismunandi skýjagerðum.
- tengslum verðurfars og gróðurbelta og tengslum veðurfars og landslags.
- hafinu og helstu einkennum þess.
Leikniviðmið
- gera einfalda verðurspá út frá þrýstikorti.
- lesa veðurkort.
- skoða hafið út frá mikilvægi þess á jörðinni og þeim áhrifum sem það hefur við strendur landa.
Hæfnisviðmið
- fylgjast með og skilja verðurspá.
- spá fyrir um veðrabreytingar út frá fyrirliggjandi gögnum.
- meta þá krafta sem eru að verki í lofthjúpi jarðar og valda veðrabreytingum.
- meta þau áhrif sem hafið hefur á daglegt líf okkar t.d. hvað varðar veðurfar, sjávarföll og strauma.
Nánari upplýsingar á námskrá.is