JARÐ2JS05 - Jarðsaga

jarðsaga

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: JARÐ2JÍ05
Áfanginn fjallar um landrek ákveðinna svæða og myndun úthafa og fellingafjalla. Rýnt er í kenningar um uppruna jarðar og aldursákvarðanir. Fjallað er um þróun lífsins og kenningar um útdauða. Farið er í jarðsögutöfluna og hvað einkennir mismunandi tímabil jarðsögunnar.

Þekkingarviðmið

  • þróun jarðar frá örófi alda.
  • jarðsögutöflunni og helstu einkennum hvers tímabils.
  • tilurð ísalda og hlýskeiða.
  • grundvallaratriðum í þróun lífsins.

Leikniviðmið

  • greina mismunandi uppruna jarðlaga út frá mismunandi jarðsögutímabilum.
  • átta sig á loftslagsbreytingum og ummerkjum ísalda og hlýskeiða í nútímalandslagi.

Hæfnisviðmið

  • vera viðræðuhæfur þegar jarðfræðileg málefni ber á góma.
  • lesa fræðigreinar um jarðfræðileg málefni með gagnrýnni hugsun.
Nánari upplýsingar á námskrá.is