MARK3MR05 - Markaðsrannsóknir

markaðs, rannsóknir

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: MARK2AM05
Meginviðfangsefni áfangans er að kynna fyrir nemendum undirstöðuatriði markaðskannana, tilhögun og framkvæmd markaðsrannsókna. Farið er í gagnasöfnun, gagnagreiningu og úrvinnslu. Unnin er markaðsrannsókn fyrir fyrirtæki. Lögð er áhersla á vandaða skýrslugerð nemenda og að þeir kynni niðurstöður sínar viðeigandi aðilum.

Þekkingarviðmið

  • markaðsrannsókn bæði eigindlegum og megindlegum
  • úrtaksaðferðum og helstu mælikvörðum sem notaðir eru í spurningarlistum
  • kostum og göllum helstu tegunda kannana

Leikniviðmið

  • framkvæma markaðsrannsókn, bæði eigindlega og megindlega
  • gera rannsóknaráætlun
  • gera vandaðan spurningalista
  • nýta sér netið við gerð markaðsrannsókna
  • gera vandaða lokaskýrslu og kynna hana viðeigandi aðilum
  • hagnýta sér SPSS eða sambærilegan hugbúnað við úrvinnslu gagna

Hæfnisviðmið

  • geta unnið markaðsrannsókn frá upphafi til enda
Nánari upplýsingar á námskrá.is