barnabókmenntir
Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: ÍSLE3SN05 eða ÍSLE3NA05
Í áfanganum er margvíslegt efni krufið, allt frá gömlum goðsögum til nýlegra barnabóka. Farið er yfir sögu og þróun íslenskra barna- og unglingabókmennta og lesnar eru sögur sem fjalla um bernskuna sem og íslenskar þjóðsögur og evrópsk ævintýri sem hafa borist okkur í tímans rás.
Lesnar eru barna- og unglingabækur frá ýmsum tímum og lögð áhersla á að nemendur átti sig á mikilvægi þess að ritaðar séu vandaðar barna- og unglingabækur og skoða þeir t.d. í því samhengi hugtökin fjölmenning og jafnrétti. Einnig fá nemendur þjálfun í lestri fræðigreina um menningarheim barna. Þá eru skoðaðar myndskreytingar í barnabókum og læra nemendur að greina tákn og skilaboð sem í myndunum leynast.
Nemendur styðjast við verkfæri bókmenntagreiningarinnar til að kryfja efnið á skipulagðan hátt og fá með því móti betri yfirsýn og tækifæri til að njóta góðra bóka enn betur. Lögð er áhersla á þjálfun og færni í ritun (skv. APA-kerfi).
Þekkingarviðmið
- sögu og þróun íslenskra barna- og unglingabóka
- mikilvægi ævintýra og þjóðsagna í menningu þjóða
- þætti myndskreytinga í barnabókum
- því hvernig beita má verkfærum bókmenntagreiningar til þess að öðlast dýpri skilning á bókmenntaverkum
- því hvernig fræðimenn skrifa um barna- og unglingabækur
- því hvernig vinna á úr fræðigreinum og öðru efni á agaðan hátt til að komast að sjálfstæðri niðurstöðu um tiltekið efni
Leikniviðmið
- kryfja barna- og unglingabækur með verkfærum bókmenntagreiningar
- greina verk á gagnrýnin hátt t.d. út frá jafnréttissjónarmiðum og stöðu minnihlutahópa
- leggja mat á barna- og unglingabækur með hlutlægum hætti m.t.t. texta og mynda
- rita um barna- og unglingabækur á faglegan hátt með tilvísunum í heimildir
- flytja skýrar, vel uppbyggðar kynningar á verkefnum
- aka þátt í og stuðla að málefnalegum umræðum eða rökræðum um barna- og unglingabókmenntir
Hæfnisviðmið
- gera sér grein fyrir mikilvægi vandaðra barna- og unglingabóka í samfélaginu
- auka skilning sinn og þekkingu á barna- og unglingamenningu í gegnum bókmenntir
- auka færni sína í að túlka bókmenntaverk á sjálfstæðan og margvíslegan hátt
Nánari upplýsingar á námskrá.is