LÝÐH1HL02 - Heilbrigður lífsstíll

Heilbrigður lífsstíll

Einingafjöldi: 2
Þrep: 1
Áfanginn er bóklegur. Í áfanganum er farið í áhrif líkamsræktar á líkama og sál. Einnig er farið yfir mikilvægi upphitunar og hvaða áhrif hún hefur á líkamann. Að auki er fjallað um þolstyrktar- og liðleikaþjálfun og hvernig best sé að byggja upp og viðhalda þeim eiginleikum. Þá verða einnig kynntar aðferðir við að mæla þol, styrk og liðleika. Farið verður yfir mikilvægi næringar og forvarna ásamt því að nemendur læri að taka ábyrgð á eigin heilsurækt.

Þekkingarviðmið

  • mikilvægi næringar og forvarna
  • þoli og mismunandi þolþjálfun
  • áhrifum líkamsræktar á líkamann
  • fjölbreytilegum möguleikum til heilsuræktar

Leikniviðmið

  • meta eigið líkamsástand
  • búa til sitt eigið æfingarprógramm
  • reikna út æfingapúls
  • beita mismunandi aðferðum til að mæla þol, styrk og liðleika

Hæfnisviðmið

  • tengja saman næringu, líkamsrækt og forvarnir
  • framkvæma eigin þjálfáætlun sem miðar að því að efla eigin heilsu
Nánari upplýsingar á námskrá.is