FJÖL2AJ05 - Auglýsingar og jafnrétti

Auglýsingar og jafnrétti

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: FÉLV1IF05
Í þessum áfanga er farið yfir grunnþætti auglýsingasálfræði og sögu auglýsinga. Jafnframt er stiklað á stóru í sögu jafnréttis eins og hún birtist í fjölmiðlum og víðar. Fjallað verður um áróður af ýmsu tagi, opinn jafnt sem dulinn, svo og sérstakar herferðir eins og hinn jákvæði áróður er oft nefndur. Fjallað verður um fréttaflutning, greinaskrif, auglýsingar og annað fjölmiðlaefni á gagnrýninn hátt. Kynjafræði verður kennd og lögð áhersla á staðalmyndir kvenleika og karlmennsku, kynjaðar neysluvenjur, kynbundið ofbeldi og klám og áhrif þess á kynheilbrigði. Þá verða hinseginfræði (e. Queer theory) kynnt.

Þekkingarviðmið

  • undirstöðum fjölmiðlafræðinnar, sérstaklega þeim áhrifum sem auglýsingar hafa, beinar jafnt sem óbeinar.
  • þeim klækjum sem fræðin beita til þess að hafa áhrif á hegðun og skoðanir mismunandi markhópa.
  • helstu áhrifaþáttum myndmáls og sérhannaðs hvatningartexta.
  • mismunandi mótun kynjanna út frá menningu, umhverfi og tíma.
  • réttindum er varða jafnréttismál í sögulegu ljósi.

Leikniviðmið

  • greina helstu auglýsingabrellur/klæki.
  • koma auga á óbeinar auglýsingar sem laumað er inn í fréttir og fjölmiðlaumfjöllun og geta greint áhrif almannatengla á umfjöllun sem hafa skoðanamótandi tilgang.
  • greina kynjamyndir og kynjaslagsíðu í umfjöllun fjölmiðla.
  • geta sett fram helstu niðurstöður á skiljanlegan og markvissan hátt.

Hæfnisviðmið

  • vinna úr einstökum dæmum og leggja sjálfstætt mat á þau.
  • sýna sjálfstæði, t.d. hafa frumkvæði að verkefnum og viðfangsefnum.
  • álykta um gæði og galla þeirra heimilda sem unnið er með.
  • leggja siðferðilegt mat á þau áhrif sem dulinn boðskapur fjölmiðla felur í sér.
  • geta tekið þátt í rökræðum um stöðu kynjanna og hinsegin fólks.
  • geta sett fram þekkingu á aðgengilegan hátt í ræðu og riti.
Nánari upplýsingar á námskrá.is