Íþróttameiðsl og skyndihjálp
Einingafjöldi: 3
Þrep: 3
Forkröfur: ÍÞRF2BV05
Í áfanganum eru kenndar fyrirbyggjandi æfingar og mismunandi aðferðir við meðhöndlun íþróttameiðsla. Nemendur læra að bregðast við algengum íþróttameiðslum. Þeir læra undirstöðuatriði skyndihjálpar, þ. á m. grunnendurlífgun og notkun hjartastuðtækis, læsta hliðarlegu, að greina innvortis og útvortis áverka, að bregðast við bráðum veikindum og flutning slasaðra. Áfanginn er bóklegur.
Þekkingarviðmið
- skrefum skyndihjálparkeðjunnar.
- helstu áverkaeinkennum og réttum viðbrögðum við þeim.
- helstu einkennum bráðra veikinda og réttum viðbrögðum við þeim.
- helstu íþróttameiðslum.
- því hvernig best er að meðhöndla íþróttameiðsli.
- helstu formum endurhæfingar.
Leikniviðmið
- sýna rétt viðbrögð við slysum.
- meta ástand sjúkra og slasaðra.
- veita skyndihjálp við slys og bráð veikindi.
- veita skyndihjálp við íþróttameiðslum.
Hæfnisviðmið
- veita sálræna skyndihjálp.
- endurlífga og beita sjálfvirku stuðtæki í neyðartilfellum.
- binda um sár og flytja sjúkling til vegna yfirvofandi hættu.
- setja sjúkling í læsta hliðarlegu og tryggja öryggi hans.
- veita hjálp þegar iðkendur slasast við ástundun íþrótta.
- leiðbeina iðkendum við meðhöndlun helstu íþróttameiðsla.
- framkvæma og meta fyrirbyggjandi æfingar til að koma í veg fyrir íþróttameiðsli.
Nánari upplýsingar á námskrá.is